logo_notext.png

Ráðgjöf - Stuðningur - Fræðsla

 

Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið Bjarkarhlíðar er að veita stuðning og ráðgjöf ásamt fræðslu og umfjöllun um eðli og afleiðingar ofbeldis, auk þess að gefa skýr skilaboð um að ofbeldi verði ekki liðið. Bjarkarhlíð býður upp á fyrirlestra og námskeið um birtingarmyndir ofbeldis og afleiðingar þess. Bjarkarhlíð er við Bústaðaveg og tók til starfa 1. febrúar 2017.Það sem hjálpaði mér mest, var að hringja í Bjarkarhlíð á föstudagseftirmiðdegi og panta tíma næstkomandi mánudag. Þegar ég kom í Bjarkarhlíð fann ég ekki til nokkurrar pressu. Ég tók mér allan þann tíma sem ég þurfti til að tala um aðstæður mínar. Eftir að hafa rætt við félagsráðgjafann og upplýst hana um að ég áformi að fara frá maka mínum, gat ég rætt við lögregluna til þess að leggja fram kæru á hendur honum. Það að geta fengið allar upplýsingar á sama stað er ótrúlega hjálplegt. Í stað þess að þurfa að panta tíma á mörgum mismunandi stöðum víðsvegar um bæinn. Sama við hvern ég talaði hjá Bjarkarhlíð, allir sýndu mér mikinn skilning og sögðu mér aftur og aftur að ég væri að taka réttu ákvörðunina að fara frá maka mínum.
— þolandi

Ég fann að fólk kom fram við mig af virðingu og vildi virkilega hjálpa mér. Ég fékk ómetanlegan sálrænan stuðning vikulega til langs tíma.
— þolandi