Bjarkarhlíð
Einstaklingsráðgjöf
Bjarkarhlíð er miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. Markmið er að veita stuðning, ráðgjöf og fræðslu um eðli og afleiðingar ofbeldis.
Bjarkarhlíð býður áfallamiðaða ráðgjöf, stuðning og upplýsingar fyrir þolendur ofbeldis af öllum kynjum, 18 ára og eldri.
Þjónusta fyrir þolendur mansals
Ef grunur vaknar um mansal þá býður Bjarkarhlíð upp á ráðgjöf, stuðning og upplýsingar fyrir þolendur.
Bjarkarhlíð er með samhæfingarráðgjafa í mansalsmálum. Bjarkarhlíð hefur það hlutverk að samhæfa aðgerðir og kalla til viðeigandi aðila þegar upp koma mansalsmál eða þegar grunur leikur á um slíkt.
Stuðningshópar
Bjarkarhlíð er með stuðningshópa fyrir þolendur sem hafa orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi.
Hóparnir eru kynjaskiptir og hittast einu sinni í viku undir handleiðslu tveggja fagmenntaðra ráðgjafa, í tvo tíma, í alls 10 skipti. Aðgangur er gjaldfrjáls.
Ferlið í Bjarkarhlíð
Lágþröskuldaþjónusta
Bjarkarhlíð er lágþröskuldaþjónusta og ekki þarf tilvísun til að koma í fyrsta viðtal. Ráðgjafi tekur greiningar- og móttökuviðtal við þjónustuþega þegar þeir koma í Bjarkarhlíð. Venjan er að þjónustuþegi hitti ráðgjafann í 1-3 skipti og í framhaldinu er þjónustuþega boðinn áframhaldandi stuðningur og ráðgjöf hjá þeim aðilum sem best þykja til þess fallnir að vinna með afleiðingar þess ofbeldis sem hann hefur orðið fyrir.
Samstarfsaðilar
Í Bjarkarhlíð er boðið upp á samhæfða þjónustu samstarfsaðila á einum stað; einstaklingsviðtöl, lögfræðilega ráðgjöf, félagslega ráðgjöf og stuðning.
Lögreglukona er á staðnum og veitir upplýsingar um ferli mála í réttarvörslukerfinu og kemur málum í farveg innan lögreglunnar.
Birtingarmyndir ofbeldis
„Ég veit ekki hvort ég á heima hérna…“
Einstaklingar sem leita til Bjarkarhlíðar eru alls konar en öll eiga þau sameiginlegt að hafa sætt ofbeldi og vilja vinna með afleiðingar þess. Birtingarmyndir ofbeldis eru ólíkar og öll sem telja sig hafa orðið fyrir ofbeldi eiga heima í Bjarkarhlíð. Sem dæmi um birtingarmyndir ofbeldis má nefna:
Til dæmis að stjórna, kúga, niðurlægja, hóta sjálfsvíg, einangra, morðhótanir, sýna ógnandi hegðun og gaslýsa þar sem þolandi er látinn efast um eigið minni og upplifanir.
Líkamlegt ofbeldi er það þegar einhver meiðir þig, t.d. klípur, sparkar, hrindir eða lemur.
Til dæmis að þvinga til kynferðislegra athafna, pressa/suða/hóta, vakna við nauðgun/“kynlíf“, byrlun og virða ekki kynfrelsi þolanda.
(e. stalking): til dæmis að elta manneskju og/eða sitja fyrir henni gegn vilja hennar, eftirför og áreitni, koma fyrir staðsetningarbúnaði í síma eða ökutæki.
Til dæmis að skemma muni, skerða aðgang að fjármunum, veita ekki upplýsingar um fjárhagslega stöðu, valda fjárhagslegu óöryggi, gera kröfu um lántöku og skuldsetningu einstaklings gegn hans vilja.
Til dæmis aðstoð haldið frá viðkomandi og lyfjagjöf ekki sinnt sem skyldi.
TIl dæmis misnotkun á samfélagsmiðlum, hótanir gegnum miðla og persónustuldur. Stafrænt kynferðisofbeldi felur m.a. í sér myndbirtingar eða hótanir um slíkt á samfélagsmiðlum.
Hagnýting á bágum aðstæðum einstaklings til kynlífsþjónustu. Nauðungarvinna sem oft er nefnt nútímaþrælahald fellur einnig í þennan flokk.
Einhvers konar líkamlegt, andlegt og/eða kynferðislegt ofbeldi sem á sér stað inni á heimilinu, hvort sem það beinist að barninu eða ekki.
Ofbeldi og áreitni sem beinist t.d. að uppruna, kyni, kynþætti, kynhneigð, kynvitund, skerðingu eða annarri stöðu viðkomandi.

