Bjarkarhlíð er þjónustumiðstöð fyrir fullorðna þolendur ofbeldis. Þar gefst einstaklingum kostur á viðtölum og ráðgjöf hjá félagsráðgjöfum, lögreglu og lögfræðingum þeim að kostnaðarlausu og á þeirra forsendum.  

Bjarkarhlíð er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, velferðarráðuneytisins, innanríkisráðuneytis, Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, Samtaka um kvennaathvarf, Stígamóta, Drekaslóðar, Mannréttindaskrifstofu Íslands og Kvennaráðgjafarinnar.

Bjarkarhlíð tók formlega til starfa 1. febrúar 2017


nafnið

Bjarkarhlíð dregur nafn sitt af húsnæðinu sem Reykjavíkurborg leggur verkefninu til en það hefur verið í eigu borgarinnar síðan árið 1972.