Í Bjarkarhlíð er veitt ráðgjöf og stuðningur en meðal þeirra sem koma að þjónustu við þolendur eru:


ragnalitil.jpg

Ragna björg guðbrandsdóttir

er teymisstjóri Bjarkarhlíðar en hún er félagsráðgjafi að mennt. Ragna Björg tók fyrst BA gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands en lauk mastersnámi í félagsráðgjöf við háskóla í Washington í Bandaríkjunum.

Ragna hefur langa reynslu af því að starfa með þolendum ofbeldis.  Síðustu þrjú ár hefur hún starfað í Kaupmannahöfn með samtökunum Reden International  þar sem unnið er með þolendur mansals á skaðaminnkandi hátt.  Auk Kaupmannahafnar hefur hún starfað í Barnahúsi, hjá Barnaverndarstofu og hún er meðal þeirra sem tóku þátt í að móta starf Stígamóta. Ragna þekkir vel þverfaglega samvinnu og hún hefur áður unnið verkefni í samstarfi við lögregluna á höfuðborgarsvæðinu.

Ragna hefur áhuga á að vinna með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum og senda þau skilaboð til samfélagsins að ofbeldi sé ekki liðið.

 

 

Hrafnhildur.jpg

hrafnhildur Sigmarsdóttir

er ráðgjafi í Bjarkarhlíð. Hún er með BA gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands og MA diploma í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun HÍ. Hrafnhildur útskrifaðist sem jógakennari árið 2016 og hefur starfað sem slíkur síðan. Hún hefur sérhæft sig í hagnýtingu jákvæðrar sálfræði og nemur sálfræði við HA samhliða vinnu.

Hrafnhildur leggur áherslu á aukna styrkleikavitund til að hámarka vellíðan og getu í eigin lífi og miðlar fjölbreyttum bjargráðum til að eiga við streitu bæði í vinnu sinni sem ráðgjafi og jógakennari.

Hrafnhildur leggur áherslu á að vinna með þolendum ofbeldis á þeirra forsendum og jafnframt koma þeim skilaboðum til samfélagsins að ofbeldi sé aldrei liðið.

 

 
Berglind.jpg

berglind eyjólfsdóttir

er rannsóknarlögreglukona með áratuga reynslu við rannsóknir ofbeldis og kynferðisbrota.

Berglind hóf störf hjá lögreglunni í Reykjavík 1978, fyrst í almennu deild lögreglu en hún hefur starfað við rannsóknir ofbeldisbrota í meira en tvo áratugi.
Hún hefur verið virk í tengslaneti lögreglukvenna á alþjóðavísu, sótt og staðið fyrir fjölda ráðstefna og námskeiða um kynbundið ofbeldi sérstaklega er snýr að heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi og mansali.

Bergind var í ráðherraskipuðu teymi um aðgerðir gegn mansali frá 2009 til 2012. Hún er tengiliður lögreglu við kvennaathvarfið auk þess að vera tengiliður lögreglu við önnur frjáls félagasamtök og stofnanir. Áhugi Berglindar snýr að bættu samfélagi þar sem ofbeldi er ekki liðið.